Hlaðvarpið okkar.

Leiðist þér bransakjaftæði? Það þarf ekki að vera leiðinlegt. Geri ég ekki bara geggjaða tónlist og hitt fylgir á eftir? Stundum, en ekki alltaf.

Í þessu hlaðvarpi ræðir tónlistarfólk við reynslubolta í tónlistargeiranum um allt sem kemur að því að starfa við tónlist.

Hlustaðu á hlaðvarpið okkar, í boði á Spotify, Apple Podcasts, og Google Podcasts.

Bransakjaftkæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og á Vísi.

Esther Þorvaldsdóttir
Iceland Music Iceland Music

Esther Þorvaldsdóttir

Esther Þorvaldsdóttir hefur starfað á flestum sviðum tónlistarbransans. Hér gefur Esther tónlistarfólki góð ráð hvernig eigi að koma sér á framfæri og byggja upp traustan aðdáendahóp.

Read More
Egill Ástrádsson
Iceland Music Iceland Music

Egill Ástrádsson

Egill er næsti viðmælandi Bergþórs í Bransakjaftæði. Egill gerðist umboðsmaður Sturla Atlas árið 2015, þá sautján ára gamall. Hægt og rólega byggðu þeir upp tónlistarmanninn og vörumerkið Sturla Atlas samhliða tónlistarútgáfunni Les Fréres Stefson.

Read More
Hildur
Iceland Music Iceland Music

Hildur

Hildur er næsti viðmælandi Bergþórs í Bransakjaftæði. Hildur fer yfir það hvernig þessi svokölluð tónsmíða "workshop" fara fram, hvernig er að semja tónlist með fólki í gegnum netið í covid og hvernig hægt væri að gera tónlistarumhverfið hérna á Íslandi betra.

Read More
Sigtryggur Baldursson
Iceland Music Iceland Music

Sigtryggur Baldursson

Sigtryggur hóf feril sinn í tónlist í pönkhljómsveitum í byrjun níunda áratugarins og sló síðan í gegn með Sykurmolunum.

Read More
Sindri Ástmarsson
Iceland Music Iceland Music

Sindri Ástmarsson

Sindri Ástmarsson er næsti viðmælandi Bergþórs í Bransakjaftæði. Sindri segir hér frá því hvernig hann kom að plötusamningum KALEO og Glowie í Bandaríkjunum og Bretlandi og hvernig var að byrja og hætta með umboðsskrifstofu á Íslandi.

Read More
Ólafur Arnalds
Iceland Music Iceland Music

Ólafur Arnalds

Ólafur Arnalds er fyrsti gestur Bergþórs Mássonar í hlaðvarpi í Bransakjaftæði, en hann er einn þekktasti tónlistarmaður Íslands.

Read More
Sóley
Iceland Music Iceland Music

Sóley

Sóley er lagahöfundur og söngkona sem hóf feril sinn í hljómsveitinni Seabear. Hérna talar hún um plötu, þýska tónlistarbransann, íslenska tónlistarumhverfið og allskonar annnað.⠀

Read More