Hvað er tónlistabransinn?

Á tónatal finnur þú leiðbeiningar og ráð um hvernig á að fóta sig í tónlistarbransanum á íslandi.

Tónatal er fræðsluverkefni tónlistarsamfélagsins á Íslandi sem miðar að því að auka þekkingu tónlistarfólks á stuðningsumhverfi sínu og tækifærum.

jonathan-velasquez-c1ZN57GfDB0-unsplash.jpg

Bransakjaftæði – Ný Sería 

Í þessarri nýju seríu ræðir Bergþór Másson við atvinnufólk í tónlist um reynslu sína.

Bergþór fær til sín góðan gest í hverri viku þar sem hann ræðir upplifun bæði tónlistarfólks og annarra fagaðila í tónlist um þeirra upplifun af bransanum.

Í fyrstu seríu af Bransakjaftæði ræddi ungt tónlistarfólk við reynslubolta um öll þau mál sem tengjast því að starfa við tónlist.

Nýr hlaðvarpsþáttur verður birtur vikulega hér, sem og á Vísi og spilaður á Útvarpi 101.

Hægeldað

Ef Snöggeldað er forrétturinn þá er þetta aðalrétturinn. Við tökum okkur góðan tíma og förum dýpra í málefnin í þessum 10 mínútna löngu myndböndum sem skilja áhorfandann eftir vel fóðraðann og endurnærðann.

Snöggeldað

Snöggeldað eru stutt fræðslumyndönd fyrir þá sem eru á hlaupum

Logi Pedro og Guðrún Ýr fara yfir öll mál tengd útgáfu, réttindamálum og tekjustreymi í þessum stuttu og fróðlegu myndböndum.

Kafaðu dýpra

Hér er að finna ítarefni fyrir þá sem að þyrstir í meiri skilning á tónlistarbransanum

Kafaðu dýpra í tónlistarheiminn og kynntu þér hin ýmsu hlutverk sem þar eiga heima, horfa á hnitmiðaða fyrirlestra með lykilaðilum innan tónlistargeirans og ritstýrðu ítarefni.

Höldum samtalinu áfram.

Tökum umræðuna lengra í Facebook hópnum okkar.